24
09
2015

Ómetanlegur stuðningur

Birt af: stjori 0

Flensborgarhlaupið er áheitahlaup og var að þessu sinni safnað fyrir MS-félagið og starf þess í þágu ungs fólks með MS. Ef uppgjör liggur fyrir tímanlega verður styrkurinn afhentur á afmælisdegi skólans, 1. október næstkomandi.

Um 450 manns tóku þátt í hlaupinu í ár. Nemendur og starfsfólk Flensborgarskólans voru að sjálfsögðu áberandi sem og íþróttafólk úr röðum FH og Hauka.  Í þessum fjölbreytta hlaupahópi var margt fróðlegt að finna. Nokkrar fjölskyldur tóku á rás, m.a. vegna þess að málefnið var þeim skylt. Yngsti hlauparinn í 10 km hlaupi var Jóhann Ási Jónsson, fæddur 2006, en með honum hljóp faðir hans Jón Atli Magnússon. Elsti hlauparinn, Eysteinn Hafberg, er aftur á móti 75 ára og hleypur með Skokkhópi Hauka.

Flensborgarhlaupið 2015 tókst afar vel og fjölmennur hópur sem kom að skipulagi og framkvæmd. Við þökkum þessum eldhugum öllum saman fyrir frábærlega unnin verk. Það er hægt að telja upp fjölmarga en einn verður að nefna úr hópi hlaupaáhugamanna en það er Anton Magnússon, sem hefur verið eins og klettur með okkur allt frá upphafi. Þá er fyrirtækinu Sjónarspil einnig þakkað sérlega öflugt samstarf. Er á engan hallað þó þetta sé nefnt.

Við þökkum öllum sem lögðu okkur lið með þátttöku sinni eða annarri aðkomu frábæran stuðning. Hér er átt við Áhaldahús/þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, vefsíðuna Hlaup.is, Hlaupahóp FH, Lemon, Margt smátt, Marko Merki, MS-félagið, Reebok Fitness, Skokkhóp Hauka, Tímataka.net, Kiwanisklúbbinn Eldborg og lögregluna í Hafnarfirði. Sjónarspili (sjonarspil.is) er svo þakkað sérlega fyrir vefsíðuna Flensborgarhlaup.is.

Í lok verðlaunaafhendingar voru dregnir úr tugir vinninga sem voru frá hótelgistingu og flugmiðum niður í margt smærra en allt skemmtilegt þó.

_MG_1466Þessir aðilar gáfu vinninga:

  1. 66°norður
  2. Aðalskoðun
  3. Andrea
  4. Arion banki
  5. Arka – heildverslun
  6. Borgarleikhúsið
  7. Eymundsson
  8. Fiskifélagið_MG_1491
  9. Fjarðarkaup
  10. Flugfélag Íslands
  11. Fríða – skart
  12. Hafnarfjarðarbær
  13. Heiðdís
  14. Henson
  15. Hótel Rangá
  16. Hress
  17. Innes
  18. Ísgerðin_MG_1524
  19. Kútar.is
  20. Lemon
  21. Lipurtá
  22. Litla hönnunarbúðin
  23. Lókal
  24. Mjólkursamsalan (MS)
  25. Nonni gull
  26. Nói og Síríus22.09.2015 VMA - Flensborgarhlaupið 2015-4502
  27. Prentun.is
  28. Pro Gastro
  29. Reebok fitness
  30. Reykjavík Warehouse
  31. Saffran
  32. Sigga og Timo
  33. Sjónarspil
  34. Skipt í miðju
  35. Súfistinn
  36. Vort daglegt brauð