Krafti afhentur veglegur styrkur
Flensborgarhlaupið er áheitahlaup og var að þessu sinni safnað fyrir Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Styrkurinn var afhendur á Flensborgardaginn, föstudaginn 30. september, sem haldinn er hátíðlegur í tilefni afmæli skólans þann 1. október næstkomandi.
Um 300 manns tóku þátt í hlaupinu í ár. Nemendur og starfsfólk Flensborgarskólans voru að sjálfsögðu áberandi sem og íþróttafólk úr röðum FH og Hauka. Í þessum fjölbreytta hlaupahópi var margt fróðlegt að finna. Nokkrar fjölskyldur tóku á rás, m.a. vegna þess að málefnið var þeim skylt.
Flensborgarhlaupið 2016 tókst afar vel og fjölmennur hópur sem kom að skipulagi og framkvæmd. Við þökkum þessum eldhugum öllum saman fyrir frábærlega unnin verk. Það er hægt að telja upp fjölmarga en einn verður að nefna úr hópi hlaupaáhugamanna en það er Anton Magnússon, sem hefur verið eins og klettur með okkur allt frá upphafi. Þá er fyrirtækinu Sjónarspil einnig þakkað sérlega öflugt samstarf. Er á engan hallað þó þetta sé nefnt.
Við þökkum öllum sem lögðu okkur lið með þátttöku sinni eða annarri aðkomu frábæran stuðning. Hér er átt við Áhaldahús/þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, vefsíðuna Hlaup.is, Hlaupahóp FH, Marko Merki, Krafti, Reebok Fitness, Skokkhóp Hauka, Tímataka.net, Kiwanisklúbbinn Eldborg og lögregluna í Hafnarfirði. Sjónarspili (sjonarspil.is) er svo þakkað sérlega fyrir vefsíðuna Flensborgarhlaup.is.
Í lok verðlaunaafhendingar voru dregnir úr tugir vinninga með öðrum hætti.
Þessir aðilar gáfu vinninga og/eða styrktu hlaupið:
- 66°norður
- A4
- Adidas
- Aðalskoðun
- Andrea
- Altis
- Arion banki
- Augastaður
- Borgarleikhúsið
- Dís íslensk hönnun
- Eymundsson
- Fiskifélagið
- Fjarðarkaup
- Fríða – skart
- Hafnarfjarðarbær
- Hamborgarabúllan
- Hamingjan eflir heilsuna – Borghildur Sverrisdóttir
- Heiðdís Stúdíó
- Hress
- ÍSAM
- Kona tískuverslun
- MIA
- Mind
- Mjólkursamsalan (MS)
- Nói og Síríus
- Nýform húsgagnaverslun
- O’Johnson og Kaaber
- Pallett kaffihús
- Pfaff
- Prentun.is
- Reebok fitness
- Saffran
- Sigga og Timo
- Sjónarspil
- Smart Boutique
- Súfistinn
- Úr og gull