05
09
2022

Flensborgarhlaupið 2022

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Flensborgarhlaupið sem fram fer þann 20. september. Þetta er í tíunda skiptið sem hlaupið er haldið og að þessu sinni stendur til að styðja við Sorgarmiðstöðina sem er til húsa í Lífsgæðasetri, fyrrum St. Jósefsspítala.

Ákveðið hefur verið að hlaupa sömu leið og síðast, strandlínuna frá íþróttamiðstöðinni við Strandgötu, út með höfninni og í átt að Bessastöðum. Þar er snúið við og hlaupin sama leið til baka.