269 hlauparar tóku þátt Flensborgarhlaupinu sem haldið var í níunda sinn 17. september 2019 og er mótið orðið fastur liður í fjölbreyttri heilsumenningu Hafnarfjarðar.
Keppt er í þriggja kílómetra hlaupi, fimm og tíu kílómetrum. Hlaupið var jafnframt svokallað framhaldsskólahlaup í 10 kílómetrum.
Hlaupið er áheitahlaup og var að þessu sinni safnað fyrir Bergið Headspace.