Archive for category: Fréttir
24
09
2015

Ómetanlegur stuðningur

Eftir: stjori0

Flensborgarhlaupið er áheitahlaup og var að þessu sinni safnað fyrir MS-félagið og starf þess í þágu ungs fólks með MS. Ef uppgjör liggur fyrir tímanlega verður styrkurinn afhentur á afmælisdegi skólans, 1. október næstkomandi. Um 450 manns tóku þátt í hlaupinu í ár. Nemendur og starfsfólk Flensborg...

24
09
2015

Hlauparar frá VMA fjölmenntu

Öflugur hópur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri tók þátt í Flensborgarhlaupinu í ár. Hvorki fleiri né færri en 44 nemendur og kennarar mættu á hlaupaskónum. Fjórir úr hópnum komust á verðlaunapall. Anna Berglind Pálmadóttir, kennari við skólann sigraði í flokki kvenna 18 ára og eldri og Oddrún Inga...

22
09
2015

Við afhendum gögn frá kl. 16:00

Aldrei hafa fleiri verið skráðir til leiks. Við mælum með því að mæta tímanlega. Hlaupanúmer og tímatökuflögur verðar afhentar í anddyrinu. Við byrjum að afgreiða á slaginu fjögur og verðum að til kl. 17:20. Flensborg – fyrst og fremst!

22
09
2015

Vegleg verðlaun

Að loknu hlaupi verður dregið úr hlaupanúmerum í Hamarssal. Vinningarnir eru ekki af verri endanum í ár. Heppnir hlaupagikkir geta t.d. unnið flugmiða, útvistarfatnað, skartgrip, líkamsræktarkort, leikhúsmiða, hótelgistingu, máltíð, bíómiða, snyrtivörur, dekur, listaverk og svo mætti lengi telja.

22
09
2015

Bolirnir komnir

Bolir fyrir Flensborgarhlaupið 2015 eru komnir í sölu í Bóksölunni. Bolurinn kostar litlar 1000 krónur. Allur ágóði af sölunni rennur til MS-félagsins. Sjáumst í bláum!