Hlauparar frá VMA fjölmenntu
Birt af: Freyja Auðunsdóttir
0
Öflugur hópur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri tók þátt í Flensborgarhlaupinu í ár. Hvorki fleiri né færri en 44 nemendur og kennarar mættu á hlaupaskónum. Fjórir úr hópnum komust á verðlaunapall. Anna Berglind Pálmadóttir, kennari við skólann sigraði í flokki kvenna 18 ára og eldri og Oddrún Inga Marteinsdóttir og Ágúst Örn Víðisson, nemendur í Verkmenntaskólanum, urðu framhaldsskólameistarar.
Hópurinn fór í sund að hlaupi loknu og gisti í skólastofum. Lagt var af stað í bítið á miðvikudeginum eftir staðgóðan morgunverð í Flensborg.