Hlaupið 2019
Birt af: Þorbjörn Rúnarsson
0
Vinna við undirbúning Flensborgarhlaupsisn 2019 stendur sem hæst. Ákveðið hefur verið að hlaupa sömu leið og í fyrra, þ.e. frá Íþróttamiðstöðinni við Strandgötu og út með höfninni og á Álftanes. Þar er snúið við og hlaupið sömu leið til baka.
Skráning er hafin á www.hlaup.is, smelltu á skráningartengilinn hér fyrir ofan.
Skráningargjald er óbreytt. Í ár er hlaupið til stuðnings Berginu – headspace.