08
09
2018

Undirbúningur hlaupsins 2018

Undirbúningur Flensborgarhlaupsins 2018 er í fullum gangi. Vegna framkvæmda á Kaldárselsvegi hefur hlaupaleiðin verið færð niður á hafnarbakkann. Upphaf hlaupsins verður við íþróttahúsið við Strandgötu og aðstaða fyrir og eftir hlaup verður í Hásölum, milli tónlistarskólans og Hafnarfjarðarkirkju.

Við erum að safna útdráttarvinningum sem verða veglegir að vanda.

Skráning er hafin á hlaup.is, smelltu á tengilinn hér ofar á síðunni.

Skráningargjald er óbreytt frá fyrri árum.

Hlaupið er til styrktar Hugrúnar – geðfræðslu.