Vegleg verðlaun
Birt af: Freyja Auðunsdóttir
0
Að loknu hlaupi verður dregið úr hlaupanúmerum í Hamarssal. Vinningarnir eru ekki af verri endanum í ár. Heppnir hlaupagikkir geta t.d. unnið flugmiða, útvistarfatnað, skartgrip, líkamsræktarkort, leikhúsmiða, hótelgistingu, máltíð, bíómiða, snyrtivörur, dekur, listaverk og svo mætti lengi telja.