Upplýsingar

Flensborgarhlaup 2018

Tímasetning
Þriðjudagurinn 18. september 2018 kl. 17:30.

 

Vegalengdir
10 km og 5 km með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku. Vegalengdir eru mældar af viðurkenndum aðilum.

 

Staðsetning
Hlaupið verður ræst frá Strandgötunni við íþróttahúsið. Hlaupið er meðfram höfninni, fram hjá Hrafnistu og inn á gamla Álftanesveginn og til baka. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.

 

Skoðaðu kort af leiðinni.

 

Skráning
Forskráning er á hlaup.is til kl. 12 á hádegi á hlaupadegi. Ekki er hægt að skrá á staðnum en afhending keppnisgagna er frá kl 16.00 í Hásölum, milli tónlistarskólans og Hafnarfjarðarkirkju.

 

Þátttökugjald
Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 16. september

  • greiða 750 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
  • greiða 1.750 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
  • greiða 1250 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km

 

Skráning frá og með mánudegi 17. september og til kl. 12:00 á hlaupadag:

  • 1000 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
  • 2.750 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
  • 1.750 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km

 

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki  tveir aldursflokkar 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Auk þess er framhaldsskólameistari verðlaunaður í 10 km hlaupi. Fjöldi útdráttarverðlauna. Verðlaunaafhending hefst kl 18.30 í Hásölum.

 

Annað
Flensborgarskólinn skipuleggur hlaupið í samstarfi við Skokkhóp Hauka og Hlaupahóp FH.

 

Allir sem starfa við hlaupið gefa vinnu sína og rennur ágóðinn þetta árið til Hugrúnar – geðfræðslu.

Skráning í hlaupið er hafin á vegum hlaup.is. Skráðu þig fyrir miðnætti sunnudaginn 16. september.

s: 565 0400

Tekið er við fyrirspurnum á skrifstofutíma á skrifstofu Flensborgarskólans. Einnig er hægt að hafa samband á hlaup@flensborg.is

Hlaupahópur FH

Hlaupahópur Hauka