Flensborgarhlaup 2019
Tímasetning
Þriðjudagurinn 17. september 2022 kl. 17:30.
Vegalengdir
10 km og 5 km með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku. Vegalengdir eru mældar af viðurkenndum aðilum.
Staðsetning
Hlaupið verður ræst frá Strandgötunni við íþróttahúsið. Hlaupið er meðfram höfninni, fram hjá Hrafnistu og inn á gamla Álftanesveginn og til baka. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.
Skráning
Forskráning er á hlaup.is til kl. 12 á hádegi á hlaupadegi. Ekki er hægt að skrá á staðnum en afhending keppnisgagna er frá kl 16.00 í Hásölum, milli tónlistarskólans og Hafnarfjarðarkirkju.
Þátttökugjald
Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 15. september
- greiða 750 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
- greiða 1.750 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
- greiða 1250 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km
Skráning frá og með mánudegi 16. september og til kl. 12:00 á hlaupadag:
- 1000 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
- 2.750 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
- 1.750 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki, tveir aldursflokkar 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Auk þess er framhaldsskólameistari verðlaunaður í 10 km hlaupi. Fjöldi útdráttarverðlauna. Verðlaunaafhending hefst kl 18.30 í Hásölum.
Annað
Flensborgarskólinn skipuleggur hlaupið í samstarfi við Skokkhóp Hauka og Hlaupahóp FH.
Allir sem starfa við hlaupið gefa vinnu sína og rennur ágóðinn þetta árið til Bergsins – headspace. Bergið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna upp að 25 ára aldri. Þjónustan miðar að því að efla þátttöku og þekkingu ungmenna og auka tengsl þeirra við samfélagið.
Bergið stefnir að því að vera leiðandi afl í að þróa þjónustu fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks. Bergið leitast eftir að ná markmiði sínu með því að skapa aðgengilega þjónustu með hlýtt, heimilislegt, opið viðmót. Húsnæði Bergsins verður fullt af kærleika, gleði, þar sem ungmenni vita að hverju þau ganga í áreiðanlegu og heiðarlegu umhverfi. Þjónustan er opin, fordómalaus og sveigjanleg þar sem hlustað er á raddir ungmenna.
„Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks“
Stofndagur bergsins er 17. september.
Skráning í hlaupið er hafin á vegum hlaup.is. Skráðu þig fyrir miðnætti sunnudaginn 16. september.
s: 565 0400
Tekið er við fyrirspurnum á skrifstofutíma á skrifstofu Flensborgarskólans. Einnig er hægt að hafa samband á hlaup@flensborg.is